„Uppistand er einlægt samtal við áheyrendur – þar sem við speglum lífið og finnum taktinn saman“

Ég hafði annað slagið leitt hugann að því að stíga á svið sem uppistandari, en vissi aldrei hvað ég myndi tala um. Þegar að breytingaskeiðið og miðaldra bankaði upp á fann ég það loksins – þannig fór boltinn að rúlla.

Ég sagði æskuvinkonu minni, Línu, frá því að nú væri ég að verða tilbúin að stökkva út í djúpu með þetta. Mig vantaði bara að láta setja mig í aðstæðurnar og þá myndi ég ekki skorast undan. Úr varð að hún bókaði fyrir mig Tjarnarbíó á afmælisdaginn minn, 31. ágúst 2024.

Þannig hélt ég upp á 46 ára afmælið mitt – með fyrstu uppistandssýningunni minni, Miðaldra uppistand: Að finna taktinn. Sýningin lifði fram á næsta vor og með hjálp vinkonu minnar, Dóru Jóhanns, fann ég taktinn á sviðinu.

Stuttu síðar hóf ég samstarf við Auðbjörgu Ólafsdóttur – sem hafði líka stigið á svið á eigin afmælisdegi. Við settum saman Af hverju fórum við ekki bara á gönguskíði?, sem seldist upp í Tjarnarbíó og fór svo á ferð um landið – meðal annars til Akureyrar, Stykkishólms og Flateyrar.

Á Hinsegin dögum 2025 tók ég svo þátt í hinsegin uppistandi og hitaði þar upp fyrir Fortune Feimster – sem var mér mikill heiður.

Um þessar mundir, leikárið 2025-2026, sýnum við Auðbjörg saman Konur þurfa bara … í samstarfi við Tjarnarbíó, með Dóru Jóhanns í lykilhlutverki sem comískum dramatúrg.

Samhliða þessu öllu þá hef ég líka fengið að mæta í fjölda styttri gigga fyrir vinnustaði og hópa – sem mér finnst ekki bara stór skemmtilegt, heldur líka mikil forréttindi.

Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferðalag og ég trúi því varla hversu stutt er síðan að ég lét vaða!

NÆSTU SÝNINGAR

NÆSTU SÝNINGAR

06.09. | Tjarnarbíó, Reykjavík

Frumsýning: Konur þurfa bara …

Get Tickets

27.09. | Tjarnarbíó, Reykjavík

Konur þurfa bara …

Get Tickets

10.10 | Tjarnarbíó, Reykjavík

Konur þurfa bara …

Get Tickets

20.11 | Tjarnarbíó, Reykjavík

Konur þurfa bara …

Get Tickets

  • Ferskasta og fyndnasta uppistand sem ég hef séð á þessu ári (2024). Sóley er fáránlega fyndin og sjarmerandi og smitar áhorfendur af einstakri lífsgleði og peppi.

    - Dóra Jóhannsdóttir, stofnandi Improv Ísland og leikstjóri Áramótaskaupsins 2022

  • Ég hló svo mikið að eg var með harðsperrur í maganum daginn eftir. Geggjuð sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

    - kona á breytó

  • Frábært uppistand, svo mikilvægt að sjá fyndnu hliðarnar á þessu blessaða skeiði, tengi vandræðalega mikið við þetta allt. Frábært hláturskvöld með vinkonuhópnum!

    Halldóra Skúla, Kvennarad.is

  • Sóley stóð á sviðinu eins og hún hafi ekki gert annað! Ég hló svo mikið og tengdi við svo margt. Virkilega góð skemmtun sem ég mæli 1000% með.

    - miðaldra kona á breytó