Um Sóley

“Ég elska að sjá fólk finna taktinn sinn, bæði í lífi og starfi”

Sóley Kristjánsdóttir, uppistand og skemmtun í Tjarnarbíó í Reykjavík

Sóley Kristjánsdóttir er uppistandari og fræðari (e. edutainer) sem blandar húmor og innsýn í mannlegt eðli til að skapa tengingu og innblástur. Hún notar sviðið bæði til að fá fólk til að hlæja og til að hugsa – um lífið, samskipti og hvernig við mætum hvort öðru.

Fyrir utan sviðið starfar hún sem sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, þar sem hún styður starfsfólk í að efla félagslega og andlega heilsu og vinnur með stjórnendum og teymum að farsælu samstarfi og sterkri menningu. Að auki þjálfar hún stjórnendur – bæði einstaklinga og hópa – sem vilja efla sig sem í leiðtogahlutverkinu og sem teymi.

Sóley er með bakgrunn í sálfræði og mannauðsstjórnun, ACC vottun í markþjálfun og diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún sameinar þannig fræðilega þekkingu og eigin lífsreynslu í skemmtilegri og einlægri nálgun – hvort sem það er á sviðinu, í samtali eða í þjálfun.

Ævisaga Sóleyjar Kristjánsdóttur í tímalínu

Gerum það!

Gerum það!

Uppistand, fræðsla, skemmtun, Sóley Kristjánsdóttir

Ertu að leita að skemmtun eða samtali sem fær fólk til að vaxa? Sendu mér línu og við látum hlutina gerast.