Að finna taktinn: Breytingaskeiðið

Hlustaðu á hlaðvarpið hér! 

Haustið 2020 áttaði ég mig á því að ég var með fordóma gagnvart breytingaskeiðinu, sem þá var varla talað um upphátt. Ég sá fljótt að ég var ekki ein og að margar konur deildu sömu fordómum og vanþekkingu. Á þessum tíma var upplýsingaóreiðan gífurleg um þetta tímabil og ég var orðin alveg rugluð! Ég ákvað því að fá að ræða við konur mér vitrari í þessum efnum og setja það út sem hlaðvarp.

Úr varð Að finna taktinn: Breytingaskeiðið, þar sem ég fékk til mín konur sem höfðu annað hvort faglega þekkingu, persónulega reynslu – eða hvort tveggja – af breytingaskeiðinu.

Markmið þáttanna er að fræðast, skapa opið samtal um breytingaskeið kvenna, án þess að roðna, og varpa á það jákvæðu ljósi. Þessi sería er mitt innlegg í að opna umræðuna, og draga fram bæði fegurðina og kraftinn í því sem breytingaskeiðið er.

Ég sé sjálf um allt sem tengist gerð þáttanna – en bróðir minn, Kristján Steinn Kristjánsson, samdi stefið.

Þættirnir voru teknir upp haustið 2022 til vor 2024.