Snerpusamtöl, tíð starfsmannasamtöl, stjórnendaþjálfun, leiðtogaþjálfun, teymisvinna, vinnustofa

Fróðleikur sem nýtist

“Markmiðið er að skapa heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem öll geta látið ljós sitt skína

Fræðsla og vinnustofur sem kveikja á perunni

Ég býð upp á lifandi og hnitmiðaðar vinnustofur og fræðslu sem snúa að samskiptum og menningu á vinnustöðum. Með húmor að vopni og reynslu í farteskinu vinn ég með starfsfólki og stjórnendum að því að styrkja samstarf, skilning og vellíðan í vinnunni.

Allar vinnustofur og fræðslur eru sérsniðnar að þörfum viðkomandi vinnustaðar, í nánu samráði við viðskiptavin. Markmiðið er ávallt að skapa rými fyrir gagnlega umræðu, raunhæfar lausnir – og skemmtilega og nærandi upplifun.

  • Vinnustofur

    - Gildi, hlutverk og væntingar

    - Að vinna með styrkleika sína og annarra

    - Samskiptasáttmáli og góð liðsheild

  • Skemmtileg fræðsla

    - Tölum kinnroðalaust um breytingaskeiðið

    - Mikilvægi þess (að fá) að vera maður sjálfur 

    - Samskipti

  • Stjórnendaþjálfun

    - Stjórnendaþjálfun og samskiptafærni

    - Snerpusamtöl, tíð starfsmannasamtöl

  • Viltu sérsniðið?

    - Sendu mér línu og við lendum þessu saman

vinnum saman!

vinnum saman!

Uppistand, fræðsla, skemmtun, Sóley Kristjánsdóttir

Vilt þú færa þig og teymið þitt á næsta stig? Virkjum styrkleikana, ögrum status quo og náum árangri saman.