Jólasýning: Konur þurfa bara!

Konur þurfa bara að komast í jólaskap... 

Sérstök jólaútgáfa af uppistandssýningunni „Konur þurfa bara…

Sóley Kristjáns og Auðbjörg Ólafs mæta aftur á svið – að þessu sinni í jólabúningi, með sitt einstaka uppistand um allt það stórkostlega, hversdagslega og fyndna sem fylgir lífi miðaldra fjölskyldu- og framakvenna… sem þurfa bara að láta allt ganga upp – líka um jólin!

Þetta er sama uppistand sem hefur slegið  í Tjarnarbíó í haust, en nú með smá jólabrag – glimmer, gleði og góðum skammti af jólahúmor.

Komdu og hlæðu þig í jólaskap með okkur – við lofum góðu kvöldi, hlýju og hlátri.

Allt sem þú þarft að gera er að mæta.

Umsagnir um Konur þurfa bara … :

“Stórkostlegar, hreint út sagt, það er svo langt síðan ég hef hlegið svona mikið. Hittir beint í mark.”

“Húmorinn hittir beint í mark – bráðfyndin sýning sem talar beint til konu! Mjög skemmtileg sýning!”.

“Auðbjörg og Sóley eru kærkomin viðbót í uppistands flóruna. Ótrúlega fyndnar og hitta alveg í mark með gríni um sjálfa sig sem ég gat algjörlega speglað mig í.”

“Tárin láku í hlátursköstunum hjá vinkonuhópnum og við komum hundahreinsaðar út!”

Hlekkur hér
Previous
Previous

Konur þurfa bara … mættu í viðtal Á rás 1

Next
Next

Sprenghlægilegt nýtt uppistand